HEILSUTENGD LÍFSGÆÐI


STYRKING NOTENDA - LYKILSTEF ÁRANGURS

Þróun og nýjungar tölvu og nettækninnar hafa opnað heilbrigðisþjónustu um allan heim nýja möguleika til að laga heilbrigðisþjónustu og forvarnir að þörfum einstaklinga. Rafræn heilbrigðisþjónusta er þar með tæki til endurbóta á nútíma heilbrigðis- og samfélagsþjónustu og kjörin leið til að efla sjálfshjálp notenda, sem eina forsendu framfara innan heilbrigðiskerfisins [1].

Upplýsingatækni á heilbrigðissviði (UH) hefur leitt til vaxandi vitundar um mikilvægi faglegra vinnubragða við úrvinnslu, flutning og varðveislu upplýsinga og möguleika til að samskipti notenda og heilbrigðisstarfsfólks verði á jafningjagrundvelli [3]. Tilgangur upplýsingatækni notenda heilbrigðisþjónustu (UNH) er að styrkja notendur með aðgangi að almennum og persónulegum heilsufarsupplýsingum. Einn mikilvægasti ávinningur UNH varðandi þróun þjónustunnar er kortlagning á þörfum og óskum notenda [4].

Ísland er í leiðandi stöðu varðandi tölvuaðstöðu og aðgang Internets með flest heimili almennings (84%) tölvu- og netvædd [17]. Rafræn framþróun heilbrigðisþjónustunnar verður í samræmi við upplýsingastefnu íslensku ríkisstjórnarinnar, Upplýsingasamfélagið 2004-2007, þjónusta Tryggingastofnunar ríkisins er þar með talin [5].

Hlutverk notenda er að breytast til aukinnar ábyrgðar á eigin heilsu. Notendur heilbrigðisþjónustu telja aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum auka skilning á eigin heilbrigði. Fyrri rannsóknir sýna líka að notendur telja að þeir hefðu aukinn áhrif, yrðu betur upplýstir og ánægðari sem notendur gagnvirkrar heilbrigðisþjónustu [10,11,12]. Mikil vinna er framundan til að komið verði til móts við þarfir notenda. Upplýsingar um skilning, viðhorf og óskir notenda heilbrigðisþjónustu eru grunnur og undirstaða innleiðingar á rafrænni þjónustu.